Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2020 14:08 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi. Mynd/AEX Gold. Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi: Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi:
Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45