Boðar risapartý í júní í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 16:00 Josip Ilicic skoraði fernu í leiknum í gærkvöldi en það var enginn í stúkunni til að sjá það. Vísir/Getty Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira