Segir það versta sem gæti gerst væri að þurfa að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 10:30 Leikmenn Liverpool standa hér heiðursvörð fyrir leikmenn Chelsea í maí 2015. Getty/John Powell Tap Manchester City um helgina eykur líkurnar á því að fráfarandi meistarar þurfti að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool þegar liðin mætast í næsta mánuði. Fyrrum leikmanni Manchester City líst ekkert á það. Manchester City getur fært Liverpool enska meistaratitilinn á silfurfati í þessari viku en það gæti líka tekið Liverpool liðið aðeins lengri tíma að tryggja sér titilinn. Liverpool vantar sex stig til að tryggja sér titilinn og þau geta Liverpool menn safnað sjálfir með sigrum í næstum tveimur leikjum en eins getur Manchester City liðið misstigið sig enn á ný. Næstu leikir Liverpool eru á móti Everton á útivelli og Crystal Palace á heimavelli. Eftir það kemur svo að leik á móti Manchester City á Ethiad. Verði Liverpool búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir leikinn á móti Manchester City 4. apríl er það venjan að lið standi heiðursvörð fyrir nýjum meisturum. Shaun Wright-Phillips fagnar því ekki sem fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi stuðningsmaður félagsins."As a City fan now and an old City player, the worst thing would be to give them a guard of honour." Shaun Wright-Phillips admits Man City would dread the prospect of giving Liverpool a guard of honour at the Etihad next month. Watch Goals on Sunday live on Sky Sports PL! pic.twitter.com/7XShT6P9jr — Sky Sports GOS (@GoalsOnSunday) March 8, 2020„Sem stuðningsmaður Manchester City og gamall leikmaður liðsins, þá væri það versta sem gæti gerst væri að þeir þyrftu að standa heiðursvörð fyrir Liverpool liðið,“ sagði Shaun Wright-Phillips eins og sjá má hér fyrir ofan. „Manchester City liðið er búiið að drottna yfir deildinni í tvö ár en að þurfa að standa heiðursvörðinn væri mjög sárt fyrir City og fyrir mig líka,“ sagði Shaun Wright-Phillips hlæjandi. Shaun Wright-Phillips er alinn upp hjá Manchester City og spilaði þar til ársins 2005 þegar hann fót til Chelsea. Hann kom aftur til City og var þar á árunum 2008 til 2011. Wright-Phillips varð enskur meistari með Chelsea en aldrei með Manchester City. Hann var aftur á móti á vellinum, sem leikmaður Queens Park Rangers, þegar Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í lokaumferðinni 2012. Þá hafði Manchester City ekki orðið enskur meistari síðan 1968 eða í 44 ár. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Tap Manchester City um helgina eykur líkurnar á því að fráfarandi meistarar þurfti að standa heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool þegar liðin mætast í næsta mánuði. Fyrrum leikmanni Manchester City líst ekkert á það. Manchester City getur fært Liverpool enska meistaratitilinn á silfurfati í þessari viku en það gæti líka tekið Liverpool liðið aðeins lengri tíma að tryggja sér titilinn. Liverpool vantar sex stig til að tryggja sér titilinn og þau geta Liverpool menn safnað sjálfir með sigrum í næstum tveimur leikjum en eins getur Manchester City liðið misstigið sig enn á ný. Næstu leikir Liverpool eru á móti Everton á útivelli og Crystal Palace á heimavelli. Eftir það kemur svo að leik á móti Manchester City á Ethiad. Verði Liverpool búið að tryggja sér enska meistaratitilinn fyrir leikinn á móti Manchester City 4. apríl er það venjan að lið standi heiðursvörð fyrir nýjum meisturum. Shaun Wright-Phillips fagnar því ekki sem fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi stuðningsmaður félagsins."As a City fan now and an old City player, the worst thing would be to give them a guard of honour." Shaun Wright-Phillips admits Man City would dread the prospect of giving Liverpool a guard of honour at the Etihad next month. Watch Goals on Sunday live on Sky Sports PL! pic.twitter.com/7XShT6P9jr — Sky Sports GOS (@GoalsOnSunday) March 8, 2020„Sem stuðningsmaður Manchester City og gamall leikmaður liðsins, þá væri það versta sem gæti gerst væri að þeir þyrftu að standa heiðursvörð fyrir Liverpool liðið,“ sagði Shaun Wright-Phillips eins og sjá má hér fyrir ofan. „Manchester City liðið er búiið að drottna yfir deildinni í tvö ár en að þurfa að standa heiðursvörðinn væri mjög sárt fyrir City og fyrir mig líka,“ sagði Shaun Wright-Phillips hlæjandi. Shaun Wright-Phillips er alinn upp hjá Manchester City og spilaði þar til ársins 2005 þegar hann fót til Chelsea. Hann kom aftur til City og var þar á árunum 2008 til 2011. Wright-Phillips varð enskur meistari með Chelsea en aldrei með Manchester City. Hann var aftur á móti á vellinum, sem leikmaður Queens Park Rangers, þegar Manchester City tryggði sér enska meistaratitilinn í lokaumferðinni 2012. Þá hafði Manchester City ekki orðið enskur meistari síðan 1968 eða í 44 ár.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira