Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 09:30 Pep Guardiola var pirraður út í Bruno Fernandes en kannski aðallega yfir bitleysi sinna leikmanna. Getty/Matt McNulty Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince. Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince.
Enski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira