Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 12:00 Frá leik í Hvíta-Rússlandi um helgina vísir/getty Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira