Innlent

Þrjú dæmi um falsaða seðla á síðustu dögum

Atli Ísleifsson skrifar
118147795_2697248840527382_8346704019980843380_o

Á síðustu dögum hafa komið þrjú mál á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem varða viðskipti aðila með falsaða 10 þúsund króna seðla. 

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að seðlarnir séu frekar illa falsaðir en að samt sem áður geti svona seðlar farið fram hjá afgreiðslufólki og menn náð að svíkja út vörur og þjónustu.

„Við viljum beina því til ykkar að vera á varðbergi gagnvart þessu. Ef ykkur grunar að seðill sé falsaður þá endilega hafið samband við okkur í síma 444-2800 eða í gegn um 112,“ segir í færslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×