Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍA 2-2 | KA kastaði frá sér tveggja marka forystu Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2020 16:15 Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk KA í dag. VÍSIR/VILHELM KA og ÍA gerðu 2-2 jafntefli norðan heiða í dag er liðin mættust á Greifavellinum. Ljóst var fyrir leikinn að mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið; sér í lagi KA sem var í 10. sæti fyrir leik dagsins. KA hafði bara skorað eitt mark í fyrstu fjórum deildarleikjunum undir stjórn Arnars Grétarssonar en það breyttist í dag. Þeir komust yfir með marki Guðmundar Steins Hafsteinssonar á 28. mínútu en hann skoraði þá með glæsilegum skalla og hann tvöfaldaði forystuna á 47. mínútu úr vítaspyrnu. Skiptingar Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA, hleyptu meira lífi í leikinn og einn varamannanna, Gísli Laxdal Unnarsson, minnkaði muninn á 56. mínútu. Það var svo ellefu mínútum síðar sem allt var jafnt. Mikkel Qvist skoraði þá sjálfsmark en hornspyrna Brynjars Pálssonar fór í hann og inn. Lokatölur 2-2. Afhverju varð niðurstaðan jafntefli? Eftir ágætis byrjun Skagans náði KA forystunni og var í þægilegri stöðu eftir fyrsta markið og var með fín tök á leiknum þangað til Skagamenn minnkuðu muninn í 2-1. Þá tóku gestirnir á ný yfir leikinn og hefðu auðveldlega getað farið af Akureyri með stigin þrjú. Niðurstaðan að endingu líklega sanngjörn þó bæði lið séu líklega ósátt að fara bara með eitt stig af velli í dag. Hverjir stóðu upp úr? Það voru ekki margir sem stóðu upp úr í leiknum í kvöld en nokkuð var um fínar frammistöður. Hrannar Björn Steingrímsson átti þó fínasta leik í hægri bakverðinum hjá KA og Guðmundur Steinn er hættulegur framherji. Hjá Skagamönnum átti Árni Snær Ólafsson mjög góðan leik og Brynjar Snær Pálsson fínasta leik. Föst leikatriði hans voru einnig afar góð. Varamennirnir komu svo inn með mikinn kraft fyrir Skagamenn og góður liðs karakter hjá ÍA. Hvað gekk illa? Loksins þegar KA skoraði og það tvö, þá gáfu þeir klaufaleg færi á sér og hefðu getað tapað leiknum því í uppbótartíma skoruðu Skagamenn en markið var dæmt af. Fyrsta klukkutímann skapaði ÍA sér ekki mikið en KA-menn köstuðu leiknum frá sér full auðveldlega að mati Arnars Grétarsson væntanlega. Hvað gerist næst? KA á framundan tvo leiki gegn taplausu liði Stjörnunnar. Næstu leikir ÍA eru gegn KR og HK. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA.vísir/bára Jóhannes Karl: Fagnaði eins og óður maður því ég hélt að við værum að skora sigurmarkið „Að leikurinn hafi þróast þannig að KA hafi komist í 2-0 var mjög svekkjandi en svo sýnum við gríðarlegan karakter og náum að jafna,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Við ætluðum ekkert að láta þar við sitja og héldum áfram að keyra á þá. Tryggvi fékk gott færi og Sigurður Hrannar líka. Við komust í fínar stöður og komust mikið oftar aftur fyrir þá en í fyrri hálfleik.“ „Ég hefði viljað fá þessi þrjú stig sem voru í boði hérna í dag.“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, varði oft á tíðum vel í markinu og hann hélt á köflum Skagamönnum inn í leiknum, sér í lagi í stöðunni 2-0. „Árni er frábær markvörður. Hann hefur reddað okkur oft í gegnum tíðina með frábærum vörslum. Hann gerði það svo sannarlega í dag. KA fékk skyndisóknir þar sem við vorum klaufar að ná ekki að stöðva það fyrr. Þeir fengu færi en ég er gríðarlega ánægður með Árna í markinu.“ ÍA sýndi mikinn karakter í leiknum og kom til baka úr stöðunni 2-0 gegn KA-liði sem hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk. „Heildina var ég ánægður með þessa ellefu, þá sem komu inn á og hópurinn allur sýndi mikinn karakter að gefast ekki upp. Halda áfram að sækja á KA-menn sem hafa verið erfiðir að brjóta niður. Við héldum áfram og höfðum trú á því.“ „Við höfum sýnt það í allt sumar að við getum skorað gegn hvaða liði sem er. Varnarleikurinn hefur verið það sem við höfum þurft að laga. Við hefðum getað unnið þennan leik.“ Skagamenn virtust vera tryggja sér sigurinn í uppbótartíma en það mark var svo af endingu dæmt af. „Það er erfitt að sjá það. Mér heyrðist hann vera dæma á eitthvað brot á markmaðurinn en mér fannst menn ekkert vera mjög nálægt honum. Ég átti erfitt með að sjá þetta og fagnaði þessu eins og óður maður en því miður var þetta dæmt af,“ sagði Jóhannes. Arnar: Erum sjálfur okkur verstir „Þetta var spes leikur fannst mér. Mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu. Þegar ég segi það þá fannst mér samt við eiga að vinna leikinn miðað við færin,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. „Skaginn var töluvert meira með boltann en við vorum sjálfum okkur verstir. Við komumst í 2-0 og fáum þá dauðafæri. Þar hefðum við getað slátrað leiknum en svo skora þeir mark og koma sér inn í leikinn.“ „Ég á eftir að sjá það betur en það er bara sending inn í og skalli. Svo skora þeir sjálfsmark úr föstu leikatriði sem er pirrandi og svo fáum við tækifæri til að koma okkur aftur í 3-2 en þegar það er brekka þá vantar sjálfstraust. Það vantar hjá okkur að slaka á boltanum og láta hann rúlla. Svekkktur með eitt stig.“ Mikið hefur verið rætt um sóknarleik KA en þeir skoruðu tvö mörk í dag. „Ég hafði aldrei stórar áhyggjur af því. Það er verið að taka af okkur mörk. Aftur í dag en ég á eftir að sjá það aftur, hvort að það hafi verið eitthvað í því. Mér finnst voða auðvelt að flauta á slíkt en ef það er, þá er það rétt.“ „Við sköpum okkur meira en við höfum gert en við erum að spila gegn KA-liði sem eru mjög ákafir fram á við. Á sama tíma skilja þeir fáa eftir til baka og hafa verið að fá mikið af mörkum á sig.“ „Ég er ekkert að draga úr því að við sköpuðum okkur færi og það er jákvætt. Við skorum tvö góð mörk og það er eitthvað til að byggja ofan á.“ KA hefur verið að reita eitt og eitt stig en tekst lítið að ná í sigra. „Við eðlilegar aðstæður þá hefðum við átt að sigla þessum leik heim og þegar maður horfir á mörkin þá er það enn meira svekkjandi. Það er búið og það þýðir ekkert að svekkja sig. Við eigum Stjörnuna næst og það verður verðugt verkefni.“ Pepsi Max-deild karla ÍA KA Fótbolti Íslenski boltinn
KA og ÍA gerðu 2-2 jafntefli norðan heiða í dag er liðin mættust á Greifavellinum. Ljóst var fyrir leikinn að mikilvæg stig voru í boði fyrir bæði lið; sér í lagi KA sem var í 10. sæti fyrir leik dagsins. KA hafði bara skorað eitt mark í fyrstu fjórum deildarleikjunum undir stjórn Arnars Grétarssonar en það breyttist í dag. Þeir komust yfir með marki Guðmundar Steins Hafsteinssonar á 28. mínútu en hann skoraði þá með glæsilegum skalla og hann tvöfaldaði forystuna á 47. mínútu úr vítaspyrnu. Skiptingar Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA, hleyptu meira lífi í leikinn og einn varamannanna, Gísli Laxdal Unnarsson, minnkaði muninn á 56. mínútu. Það var svo ellefu mínútum síðar sem allt var jafnt. Mikkel Qvist skoraði þá sjálfsmark en hornspyrna Brynjars Pálssonar fór í hann og inn. Lokatölur 2-2. Afhverju varð niðurstaðan jafntefli? Eftir ágætis byrjun Skagans náði KA forystunni og var í þægilegri stöðu eftir fyrsta markið og var með fín tök á leiknum þangað til Skagamenn minnkuðu muninn í 2-1. Þá tóku gestirnir á ný yfir leikinn og hefðu auðveldlega getað farið af Akureyri með stigin þrjú. Niðurstaðan að endingu líklega sanngjörn þó bæði lið séu líklega ósátt að fara bara með eitt stig af velli í dag. Hverjir stóðu upp úr? Það voru ekki margir sem stóðu upp úr í leiknum í kvöld en nokkuð var um fínar frammistöður. Hrannar Björn Steingrímsson átti þó fínasta leik í hægri bakverðinum hjá KA og Guðmundur Steinn er hættulegur framherji. Hjá Skagamönnum átti Árni Snær Ólafsson mjög góðan leik og Brynjar Snær Pálsson fínasta leik. Föst leikatriði hans voru einnig afar góð. Varamennirnir komu svo inn með mikinn kraft fyrir Skagamenn og góður liðs karakter hjá ÍA. Hvað gekk illa? Loksins þegar KA skoraði og það tvö, þá gáfu þeir klaufaleg færi á sér og hefðu getað tapað leiknum því í uppbótartíma skoruðu Skagamenn en markið var dæmt af. Fyrsta klukkutímann skapaði ÍA sér ekki mikið en KA-menn köstuðu leiknum frá sér full auðveldlega að mati Arnars Grétarsson væntanlega. Hvað gerist næst? KA á framundan tvo leiki gegn taplausu liði Stjörnunnar. Næstu leikir ÍA eru gegn KR og HK. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA.vísir/bára Jóhannes Karl: Fagnaði eins og óður maður því ég hélt að við værum að skora sigurmarkið „Að leikurinn hafi þróast þannig að KA hafi komist í 2-0 var mjög svekkjandi en svo sýnum við gríðarlegan karakter og náum að jafna,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Við ætluðum ekkert að láta þar við sitja og héldum áfram að keyra á þá. Tryggvi fékk gott færi og Sigurður Hrannar líka. Við komust í fínar stöður og komust mikið oftar aftur fyrir þá en í fyrri hálfleik.“ „Ég hefði viljað fá þessi þrjú stig sem voru í boði hérna í dag.“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, varði oft á tíðum vel í markinu og hann hélt á köflum Skagamönnum inn í leiknum, sér í lagi í stöðunni 2-0. „Árni er frábær markvörður. Hann hefur reddað okkur oft í gegnum tíðina með frábærum vörslum. Hann gerði það svo sannarlega í dag. KA fékk skyndisóknir þar sem við vorum klaufar að ná ekki að stöðva það fyrr. Þeir fengu færi en ég er gríðarlega ánægður með Árna í markinu.“ ÍA sýndi mikinn karakter í leiknum og kom til baka úr stöðunni 2-0 gegn KA-liði sem hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk. „Heildina var ég ánægður með þessa ellefu, þá sem komu inn á og hópurinn allur sýndi mikinn karakter að gefast ekki upp. Halda áfram að sækja á KA-menn sem hafa verið erfiðir að brjóta niður. Við héldum áfram og höfðum trú á því.“ „Við höfum sýnt það í allt sumar að við getum skorað gegn hvaða liði sem er. Varnarleikurinn hefur verið það sem við höfum þurft að laga. Við hefðum getað unnið þennan leik.“ Skagamenn virtust vera tryggja sér sigurinn í uppbótartíma en það mark var svo af endingu dæmt af. „Það er erfitt að sjá það. Mér heyrðist hann vera dæma á eitthvað brot á markmaðurinn en mér fannst menn ekkert vera mjög nálægt honum. Ég átti erfitt með að sjá þetta og fagnaði þessu eins og óður maður en því miður var þetta dæmt af,“ sagði Jóhannes. Arnar: Erum sjálfur okkur verstir „Þetta var spes leikur fannst mér. Mér fannst þetta ekki góður leikur af okkar hálfu. Þegar ég segi það þá fannst mér samt við eiga að vinna leikinn miðað við færin,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. „Skaginn var töluvert meira með boltann en við vorum sjálfum okkur verstir. Við komumst í 2-0 og fáum þá dauðafæri. Þar hefðum við getað slátrað leiknum en svo skora þeir mark og koma sér inn í leikinn.“ „Ég á eftir að sjá það betur en það er bara sending inn í og skalli. Svo skora þeir sjálfsmark úr föstu leikatriði sem er pirrandi og svo fáum við tækifæri til að koma okkur aftur í 3-2 en þegar það er brekka þá vantar sjálfstraust. Það vantar hjá okkur að slaka á boltanum og láta hann rúlla. Svekkktur með eitt stig.“ Mikið hefur verið rætt um sóknarleik KA en þeir skoruðu tvö mörk í dag. „Ég hafði aldrei stórar áhyggjur af því. Það er verið að taka af okkur mörk. Aftur í dag en ég á eftir að sjá það aftur, hvort að það hafi verið eitthvað í því. Mér finnst voða auðvelt að flauta á slíkt en ef það er, þá er það rétt.“ „Við sköpum okkur meira en við höfum gert en við erum að spila gegn KA-liði sem eru mjög ákafir fram á við. Á sama tíma skilja þeir fáa eftir til baka og hafa verið að fá mikið af mörkum á sig.“ „Ég er ekkert að draga úr því að við sköpuðum okkur færi og það er jákvætt. Við skorum tvö góð mörk og það er eitthvað til að byggja ofan á.“ KA hefur verið að reita eitt og eitt stig en tekst lítið að ná í sigra. „Við eðlilegar aðstæður þá hefðum við átt að sigla þessum leik heim og þegar maður horfir á mörkin þá er það enn meira svekkjandi. Það er búið og það þýðir ekkert að svekkja sig. Við eigum Stjörnuna næst og það verður verðugt verkefni.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti