Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 12:48 Dóra Björt segist ekki ætla að gefast upp á þessu mannréttindamáli fyrr en í fulla hnefana. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Sjá meira
Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Sjá meira
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24