Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Átta eru smitaðir af kórónuveirunni eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Allir nema tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru á hótelinu í vikunni og þurfa að fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Sóttvarnalæknir segir ekki tímabært að slaka á samkomutakmörkunum nú eins og verið var að skoða.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við ráðherra sem þarf að viðhafa smitgát á næstunni.

Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við forstjóra Íslenska erfðagreiningar um þróunina.

Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og einnig mögulegri hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur.

Einnig verður rætt við ráðgjafa hjá ráðningafyrirtæki, sem segir fleiri sækja um hverja lausa stöðu, og við hittum tvo sprengjuhunda. Annar þeirra á að baki níu ára langan feril en hinn er að feta sín fyrstu skref.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×