Eldur í íbúðarhúsi eldri borgara í Breiðholti Vésteinn Örn Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 21. ágúst 2020 18:20 Af vettvangi. Vísir/Aðsend Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri Slökkvilið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri
Slökkvilið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira