Telur líklegt að „gott bóluefni“ verði klárt í kringum áramót Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2020 20:30 Kári Stefánsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira