Fótbolti

Markmiðið var að styrkja og styðja við góðgerðasamtök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgólfur reif fram golfkylfuna í Vestmannaeyjum.
Björgólfur reif fram golfkylfuna í Vestmannaeyjum. Vísir/FC Ísland

Þættirnir FC Ísland verða á dagskrá alla fimmtudaga á Stöð 2 en þar spila gamlar knattspyrnukempur til að safna peningum til góðgerðamála ásamt því að taka á ýmsu öðru.Í þættinum á fimmtudaginn var einnig keppt í golfi í Vestmannaeyjum á einni erfiðustu holu landsins.

„Markmið okkar strákanna með þessu ferðalagi var að styrkja og styðja við góðgerðasamtök um land allt,“ segir Bjarnólfur Lárusson, fyrirliði FC Ísland.

„Við fórum til Vestmannaeyja og studdum við Krabbavörn sem styður við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Skemmtilegt innslag úr þættinum má sjá hér að neðan en þar taka þeir Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, og Björgólfur Takefusa, fyrrum markamaskína í efstu deild, upp golfkylfurnar til að styrkja við Krabbavörn.

Til að gera hlutina enn skemmtilegri var Gummi Ben látinn lýsa herlegheitunum.

Lið FC Ísland sem keppti í fyrsta leiknum í Eyjum er skipað eftirtöldum leikmönnum:

  • Baldvin Jón Hallgrímsson
  • Birkir Kristinsson
  • Bjarnólfur Lárusson
  • Björgólfur Takefusa
  • Eyjólfur Örn Eyjólfsson
  • Eysteinn Lárusson
  • Hjörtur Hjartarson
  • Ingólfur Sigurðsson
  • Ingólfur Þórarinsson/veðurguð
  • Jón Hafsteinn Jóhannsson
  • Sævar Þór Gíslason
  • Tryggvi Guðmundson
  • Valur Fannar Gíslason
  • Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson
  • Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson
  • Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×