Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:39 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59