Innlent

Fólki í sótt­kví fjölgar um 200 milli daga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fólki í sóttkví fjölgaði um 200 milli daga. 
Fólki í sóttkví fjölgaði um 200 milli daga.  Vísir/Vilhelm

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og greindust þeir allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Sex bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar sem greindust við landamæraskimun samkvæmt nýjum tölum á covid.is.

Þrír þeirra sem greindust í gær voru þegar í sóttkví. 

115 eru í einangrun samanborið við 112 í gær. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu.

Í sóttkví eru 850 og fjölgar þeim um tæplega tvö hundruð milli daga. Í gær voru 655 í sóttkví.

250 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, 1.439 sýni voru tekin við landamærin og 22 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fór úr 16,9 í 17,2. Þá helst nýgengi landamærasmita í 12,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×