Mikill munur á reynslu félaganna þegar kemur að úrslitum Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 14:15 Manuel Neuer, markvörður Bayern, þekkir það að vinna Meistaradeild Evrópu. Corbis/Getty Images Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Í kvöld fara úrslit Meistaradeildar Evrópu fram. Upphitun hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikurinn er í opinni dagskrá. Þar mætast Þýskalandsmeistarar Bayern München og olíuveldið Paris Saint-Germain. Franska liðið er nánast aðeins til í núverandi mynd til að vinna Meistaradeildina. Liðið hefur þó aldrei verið jafn nálægt því en það er komið í úrslit í fyrsta skipti. Að því sögðu eru Bæjarar töluvert vanari en þeir hafa unnið keppnina fimm sinnum. Að því sögðu þá hafa Þýskalandsmeistararnir komist tíu sinnum í úrslit svo þeir eiga það til að misstíga sig þegar komið er í úrslit. Þeir hafa þó spilað hraðmót Meistaradeildarinnar nánast upp á 10. Þeir voru 3-0 yfir gegn Chelsea þegar síðari leikur liðanna fór fram í Lissabon í Portúgal. Þar unnu þeir 4-1 sigur og einvígið því samtals 7-1. Þeir gerðu gott betur og pökkuðu Lionel Messi og vinum í Barcelona saman 8-2 í aðeins einum leik. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Lyon 3-0 og nú er komið að PSG. Í morgun fórum við yfir það sem gæti skipt sköpum í leik kvöldsins. Það væri þó aldrei nema Eric Maxim Choupo-Moting myndi tryggja Parísar-liðinu sinn fyrsta Meistaradeildartitil en félagið væri ekki hér ef hann hefði ekki skorað dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Atalanta í 8-liða úrslitum. Alls hefur Bayern komist fjórum sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar á þessari öld. Þeir hafa unnið tvisvar, Valencia eftir vítaspyrnukeppni árið 2001 og Borussia Dortmund árið 2013 og tvívegis hafa þeir tapað, gegn Inter Milan árið 2010 og Chelsea árið 2012. Aðeins eitt franskt lið hefur leikið til úrslita á þessari öld en Monaco tapaði 3-0 fyrir Porto árið 2004. Það ætti þó að gefa PSG von að Bayern virðist vinna og tapa til skiptis. Nú er því komið að tapleik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira