Innlent

Kórónuveirusmit greindist á leikskólanum Huldubergi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ.
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ. Hulduberg

Kórónuveirusmit er komið upp á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ. Ákvörðun hefur verið tekin um að loka leikskólanum í samstarfi við rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna.

Öll börn og starfsmenn leikskólans fara í fjórtán daga sóttkví frá og með 21. ágúst til og með 3. september. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það kennari í leikskólanum sem greindist með kórónuveiruna. 

Leikskólinn hefur gefið út leiðbeiningar og tillögur til foreldra og forráðamanna um það hvernig ræða eigi sóttkvína og kórónuveiruna við börnin. Það sé mögulega erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, en aðra að vera í sóttkví þar sem þau skilji ekki vel tilganginn með ráðstöfununum.


Tengdar fréttir

Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara

Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×