Fótbolti

Guðrún hafði betur gegn Svövu Rós í Íslendingaslagnum í Svíþjóð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún má brosa en lið hennar landaði sigri og héldu marki sínu hreinu.
Guðrún má brosa en lið hennar landaði sigri og héldu marki sínu hreinu. VÍSIR/DIF.SE

Djurgården lagði Kristianstad af velli 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og lið hennar Djurgården unnu einkar mikilvægan útisigur á Kristianstad, liði Svövu Rós Guðmundsdóttur. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad og Sifa Atladóttir leikmaður liðsins en hún er ólétt.

Eina mark leiksins skoraði Olivia Schrough á 73. mínútu en Svava Rós nældi sér í gult spjald undir lok leiks. Bæði Svava Rós og Guðrún léku allan leikinn.

Kristianstad varð þar með af gullnu tækifæri til að setja meiri pressu á toppliðin en liðið er í 3. sæti með 21 stig, átta stigum á eftir Göteborg sem situr á toppi deildarinnar. Djurgården fer upp í 8. sætið en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×