Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Það er rótgróin mýta að fólk sé síður ráðið í ný störf ef það er fimmtugt eða eldra. Vísir/Getty Það er rótgróin mýta að fólk yfir fimmtugt sé ekki ráðið í störf. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir fólkt sem er á sextugsaldri og í atvinnuleit, hefji þá vegferð með réttu hugarfari. Því auðvitað eru margir vinnustaðir sem horfa sérstaklega til þeirra sem eru fimmtugir og eldri, með góða reynslu að baki, góð meðmæli og búin að fara í gegnum þau tímabil sem kalla oftar á heimaviðveru, s.s. vegna veikinda barna, skólafría og fleira. Hér eru þrjú góð ráð fyrir fólk sem er í atvinnuleit og yfir fimmtugt. 1. Síðustu tíu til fimmtán árin (max) Mikilvægt er að leggja góða vinnu í ferilskránna og passa að hún sé ekki meira en ein til tvær A4 síður þótt starfsferillinn sé langur. Í ferilskránni er best að leggja áherslu á síðasta áratug, eða í mesta lagi starfsreynsluna síðustu fimmtán árin ef þér finnst það skipta máli. Störf eða verkefni fyrir þann tíma skaltu tilgreina án þess að lýsa þeim í þaula. Undantekning á þessu er ef þú ert að sækja um starf þar sem reynsla fyrir þennan tíma skiptir máli. Þá er gott að draga fram verkefni eða lausnir sem þú hefur unnið að fyrir fyrri vinnuveitendur og skilað þeim miklum árangri. 2. Tæknikunnáttan Mikilvægt er að taka fram þekkingu á tæknimálum því oft er hún meiri en margur heldur. Hér skiptir þá mestu máli að tilgreina tækni sem verið er að nýta í dag en ekki kerfi sem eru úr sér gengin. Ef þú ert fljót/ur að tileinka þér nýja tækni eða átt auðvelt með að læra á nýjungar, taktu það vel fram. Ef þú telur æskilegt fyrir þig að vera betur að þér í einstaka kerfum, forritum eins og excel og fleira, er um að gera að nýta tímann á meðan þú ert í atvinnuleit og reyna að læra sem mest. Það er ótrúlega margt hægt að læra með því að afla sér upplýsinga á netinu, án tilkostnaðar. Passaðu það líka að persónulega netfangið þitt hafi ekki gamaldags ásýnd eða styðjist við lén sem flestir eru hættir að nota. Gmail netfang er algengast í dag. 3. Samfélagsmiðlar eru ekki bara fyrir ungt fólk Ungt fólk er nokkuð meðvitað um það að það hvað er birt á samfélagsmiðlum getur skipt máli fyrir ráðningu í starf. Þetta á ekkert síður við um fólk sem er eldra en fimmtugt og því er um að gera að birta myndir og stöðufærslur (í hófi) á samfélagsmiðlum, sem gefa þér góða ásýnd fyrir framtíðarvinnuveitanda. Hér er þá um að gera að birta fleiri myndir en aðeins af afa eða ömmubörnunum! Eins færist í aukana að Íslendingar nýti LinkedIn sem samfélagsmiðil í atvinnu- og viðskiptalífi. Þar er þá hægt að setja inn enn meiri upplýsingar úr ferilskrá. Það fer þó eftir því á hvaða starfsvettvangi þú ert að þreifa fyrir þér, hvort LinkedIn eigi við. Hér gilda sömu reglur og við gerð góðrar ferilskráar: Það þarf að vanda vel til verka. Síðan er um að gera að setja smá stolt í reynsluna sem þú hefur umfram þér yngra fólk. Þá er ágætt að horfa til vinnustaða sem augljóslega leggja áherslu á fjölbreytni starfsfólks, þar með talið að vera með starfsfólk á mismunandi aldri. Á krepputímum skiptir líka miklu máli að vera opin fyrir nýjum hugmyndum eða tækifærum. Góðu ráðin Starfsframi Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það er rótgróin mýta að fólk yfir fimmtugt sé ekki ráðið í störf. Þess vegna skiptir miklu máli fyrir fólkt sem er á sextugsaldri og í atvinnuleit, hefji þá vegferð með réttu hugarfari. Því auðvitað eru margir vinnustaðir sem horfa sérstaklega til þeirra sem eru fimmtugir og eldri, með góða reynslu að baki, góð meðmæli og búin að fara í gegnum þau tímabil sem kalla oftar á heimaviðveru, s.s. vegna veikinda barna, skólafría og fleira. Hér eru þrjú góð ráð fyrir fólk sem er í atvinnuleit og yfir fimmtugt. 1. Síðustu tíu til fimmtán árin (max) Mikilvægt er að leggja góða vinnu í ferilskránna og passa að hún sé ekki meira en ein til tvær A4 síður þótt starfsferillinn sé langur. Í ferilskránni er best að leggja áherslu á síðasta áratug, eða í mesta lagi starfsreynsluna síðustu fimmtán árin ef þér finnst það skipta máli. Störf eða verkefni fyrir þann tíma skaltu tilgreina án þess að lýsa þeim í þaula. Undantekning á þessu er ef þú ert að sækja um starf þar sem reynsla fyrir þennan tíma skiptir máli. Þá er gott að draga fram verkefni eða lausnir sem þú hefur unnið að fyrir fyrri vinnuveitendur og skilað þeim miklum árangri. 2. Tæknikunnáttan Mikilvægt er að taka fram þekkingu á tæknimálum því oft er hún meiri en margur heldur. Hér skiptir þá mestu máli að tilgreina tækni sem verið er að nýta í dag en ekki kerfi sem eru úr sér gengin. Ef þú ert fljót/ur að tileinka þér nýja tækni eða átt auðvelt með að læra á nýjungar, taktu það vel fram. Ef þú telur æskilegt fyrir þig að vera betur að þér í einstaka kerfum, forritum eins og excel og fleira, er um að gera að nýta tímann á meðan þú ert í atvinnuleit og reyna að læra sem mest. Það er ótrúlega margt hægt að læra með því að afla sér upplýsinga á netinu, án tilkostnaðar. Passaðu það líka að persónulega netfangið þitt hafi ekki gamaldags ásýnd eða styðjist við lén sem flestir eru hættir að nota. Gmail netfang er algengast í dag. 3. Samfélagsmiðlar eru ekki bara fyrir ungt fólk Ungt fólk er nokkuð meðvitað um það að það hvað er birt á samfélagsmiðlum getur skipt máli fyrir ráðningu í starf. Þetta á ekkert síður við um fólk sem er eldra en fimmtugt og því er um að gera að birta myndir og stöðufærslur (í hófi) á samfélagsmiðlum, sem gefa þér góða ásýnd fyrir framtíðarvinnuveitanda. Hér er þá um að gera að birta fleiri myndir en aðeins af afa eða ömmubörnunum! Eins færist í aukana að Íslendingar nýti LinkedIn sem samfélagsmiðil í atvinnu- og viðskiptalífi. Þar er þá hægt að setja inn enn meiri upplýsingar úr ferilskrá. Það fer þó eftir því á hvaða starfsvettvangi þú ert að þreifa fyrir þér, hvort LinkedIn eigi við. Hér gilda sömu reglur og við gerð góðrar ferilskráar: Það þarf að vanda vel til verka. Síðan er um að gera að setja smá stolt í reynsluna sem þú hefur umfram þér yngra fólk. Þá er ágætt að horfa til vinnustaða sem augljóslega leggja áherslu á fjölbreytni starfsfólks, þar með talið að vera með starfsfólk á mismunandi aldri. Á krepputímum skiptir líka miklu máli að vera opin fyrir nýjum hugmyndum eða tækifærum.
Góðu ráðin Starfsframi Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira