Boltastrákur á fræga 4-0 sigrinum á móti Barca spilaði fyrir Liverpool liðið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Billy Koumetio nýtur þess að fá að æfa með aðalliði Liverpool í æfingaferðinni í Austurríki. Getty/ John Powell 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira