Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 12:30 Leikmenn skulu forðast snertingu en svona þökkuðu Eyjamenn og Selfyssingar hver öðrum eftir leik um helgina. skjáskot/Selfoss TV Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Til að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju, þrátt fyrir almennar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins, hafa verið útbúnar sérstakar sóttvarnareglur fyrir mismunandi íþróttagreinar. Misvel gengur að fylgja þeim eftir. Þannig virtust sum lið ekki meðvituð um, eða hreinlega hundsa, reglu um að forðast samgang og heilsast ekki með snertingu eftir leiki á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. Þó að leikmenn megi eftir sem áður spila handbolta með öllum þeim faðmlögum og snertingum sem því fylgja eru nýju reglurnar skýrar um að slíkt er ekki í boði eftir að leik lýkur. Í reglum sem stjórn HSÍ samþykkti fyrr í þessum mánuði, og samþykktar voru af ÍSÍ og heilbrigðisyfirvöldum, segir meðal annars: Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“ Í flestum ef ekki öllum leikjum á Ragnarsmótinu mátti sjá samherja fagna í leikslok með spaðafimmum og faðmlögum. Slíkt hefur einnig sést í knattspyrnuleikjum hér á landi, þvert á reglur KSÍ. Í lok sumra leikja á Ragnarsmótinu mátti hins vegar líka sjá ekki bara samherja heldur andstæðinga fallast í faðma, eða slá saman lófum, jafnvel þannig að gengið var á röðina. Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik.skjáskot/Selfoss TV Reyndar virðist hafa gengið mun betur að fylgja reglunum í kvennaflokki á mótinu, þar sem andstæðingar létu nægja að klappa hver til annars úr góðri fjarlægð, og þannig var það einnig í mörgum karlaleikjanna. Það virðist alltaf hafa verið gott bil á milli liða á Ragnarsmóti kvenna þegar þau þökkuðu andstæðingum eftir leik.skjáskot/Selfoss TV
Úr reglum HSÍ og KKÍ um sóttvarnir á æfingum og æfingaleikjum vegna COVID-19 „Eftir leik skulu liðin yfirgefa íþróttahúsið fljótt og örugglega í sitthvoru lagi og forðast samgang. Leikmenn liða skulu hvorki heilsast fyrir eða eftir leiki með snertingu. Leikmenn skulu ekki snertast í leik að nauðsynjalausu.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Haukarnir unnu gamla þjálfara sinn í úrslitaleiknum Haukaliðin unnu tvöfaldan sigur á Ragnarsmótinu í handbolta um helgina en það styttist óðum í Olís deildirnar. 24. ágúst 2020 11:00