Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 12:45 Síðustu daga hefur fjöldi fólks komið saman víða um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla Lúkasjenkó forseta. Valery Sharifulin\TASS via Getty Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32