Paul George sá fyrsti í 60 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 17:00 George spyr eflaust Luka hvernig hann fari að því að setja öll þessi skot niður þrátt fyrir meiðsli er þeir mætast næst. Ashley Landis/Getty Images Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020 Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Önnur af stórstjörnum Los Angeles Clippers hefur alls ekki fundið taktinn gegn Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 en spekingar spáðu því að Clippers kæmust nokkuð auðveldlega áfram. Í liði Dallas er hins vegar leikmaður að nafni Luka Dončić. Þessi 21 árs gamli Slóveni átti mögulega sinn besta leik á ferlinum í nótt er hann – nánast einn síns liðs – jafnaði metin í einvíginu. Dončić var á annarri löppinni allan leikinn eftir að meiðast illa í þriðja leik liðanna. Hann spilaði í gegnum sársaukann og tryggði Dallas á endanum sigur með frábærri flautukörfu undir lok framlengingar. Er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora sigurkörfu er flautan gellur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Skoraði hann 43 stig, tók 17 fráköst og gaf 16 stoðsendingar er Dallas vann sigur, 135-133. BAAAAAANG! LUKA IS CLUTCH pic.twitter.com/WEmGZaPKLU— Dallas Mavericks (@dallasmavs) August 23, 2020 Kawhi Leonard, ofurstjarna Clippers, er eflaust ósáttur með að hafa ekki spilað betri vörn á ungstirnið í leiknum sem var eins og áður sagði tæpur vegna meiðsla. Mesta áhyggjuefni Clippers er þó frammistaða Paul George sem á að kallast hin stjarna liðsins. Sá hefur engan veginn fundið taktinn í úrslitakeppninni. Í nótt varð hann fyrsti leikmaður úrslitakeppninnar í 60 ár sem hittir úr minna en 25% skota sinna þrjá leiki í röð. Síðast gerði Bob Cousy það árið 1960. FROM ELIAS: Paul George is the first player to shoot under 25% in 3 straight playoff games since Bob Cousy in 1960 (min. 10 FGA each game). pic.twitter.com/unYBKetLOZ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 24, 2020 „Ef ég væri að skjóta boltanum betur væri staðan í einvíginu allt önnur,“ sagði George í viðtali eftir leik. Alls hitti George úr þremur af 14 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna í leiknum. Þá hitti hann aðeins úr einu af sjö þriggja stiga skotum sínum. Var hann með níu stig, átta fráköst og þrjár stoðsendingar. Í síðustu þremur leikjum hefur hann hitt úr aðeins tíu af 47 skotum fyrir innan þriggja stiga línuna. Af 25 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna hafa svo aðeins fjögur farið ofan í körfuna. Það er ljóst að ef Clippers – sem talið var að gætu farið alla leið – þarf á því að halda að George vakni til lífsins sem fyrst. Annars mun undrabarnið frá Slóveníu einfaldlega senda hann sem og allt Clippers-liðið í sumarfrí. Luka is already bored with playing Paul George and Kawhi Leonard in the playoffs he needed a new challenge in the middle of OT pic.twitter.com/vXyuHbWSSc— Barstool Sports (@barstoolsports) August 24, 2020
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30 Mest lesið Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Luka Doncic kórónaði ótrúlegan leik sinn með geggjaðri sigurkörfu á flautunni Luka Doncic átti enn einn stórleikinn í úrslitakeppni NBA í nótt þegar Dallas jafnaði sitt einvígi, Utah komst í lykilstöðu og bæði Boston Celtics og meistarar Toronto Raptors komust áfram í næstu umferð. 24. ágúst 2020 07:30
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum