Mun friðhelgi einkalífs kosta meira í framtíðinni? Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Persónuvernd Neytendur Mest lesið Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson Skoðun