Það er orðin áralöng hefð í Hvolsskóla að þangað koma páskaungar í skólann nokkrum dögum fyrir páska þar sem nemendur geta fengið að fylgjast með þeim og halda á þeim.
„Já, við vorum að unga út og erum nú komin með tíu páskaunga. Við erum líka komin með hænsnakofa á skólalóðinni þar sem við setjum alltaf nokkrar hænur á hverju vori“, segir Birna Sigurðardóttir, skólastjóri.

Birna er með ungana heima hjá sér um páskana en krakkarnir fá væntanlega að sjá þá aftur eftir páska og þá hvað þeir hafa stækkað mikið.