Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2020 12:15 Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira