Erlent

Sex­tán börn á sjúkra­hús eftir árás vespa

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru um 1.200 nemendur í Adolf Reichwein skólanum, en íbúar Lüdenscheid telja um 75 þúsund.
Alls eru um 1.200 nemendur í Adolf Reichwein skólanum, en íbúar Lüdenscheid telja um 75 þúsund. Getty

Sjúkralið var kallað að skóla í vesturhluta Þýskalands í gær eftir að vespur réðust á og stungu sextán börn hið minnsta.

Atvikið átti sér stað í Adolf Reichwein skólanum í bænum Lüdenscheid, norðaustur af Köln.

DW segir frá því að sjúkralið hafi verið kallað á vettvang klukkan 10:45 að staðartíma eftir að fjöldi barna kvartaði undan sárum. Vespurnar réðust á börnin í frímínútum, en þau voru öll á aldrinum tólf til fimmtán ára.

Skólalóðinni var lokað eftir árásina og aðrir nemendur sendir heim.

Foreldrum barnanna sem slösuðust var ráðið frá því að koma á sjúkrahúsið vegna sóttvarnaráðsstafana, en eitt barnanna var haldið á sjúkrahúsinu lengur vegna vespuofnæmis viðkomandi.

Alls eru um 1.200 nemendur í Adolf Reichwein skólanum, en íbúar Lüdenscheid telja um 75 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×