Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 10:20 Donald Trump og Mike Pence, forseti og varaforseti, á landsfundinum í gær. AP/Travis Dove Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. Fundurinn varpaði einnig ljósi á komandi kosningabaráttu, og mögulega baráttuna 2024, þar sem Repúblikanar vörðu miklu púðri í að gagnrýna Demókrata og halda því fram að allt fari til fjandans vinni Joe Biden kosningarnar. Fundurinn átti að vera á jákvæðum nótum en jákvæðninni virtist hafa verið kastað fyrir borð tiltölulega fljótt. „Trump sýningin“ eins og fundurinn hefur verið kallaður, snerist að mestu um að lofa Trump og varpa fram alls konar ásökunum gegn Demókrötum. „Þau vilja rústa þessu landi og öllu því sem við höfum barist fyrir. Þau vilja stela lýðræði ykkar, frelsi ykkar. Þau vilja stjórna því sem þið sjáið og trúið, svo þau geti stjórnað lífum ykkar,“ sagði Kimberly Guilfoyle, sem starfar innan framboðs Trump og er kærasta Donald Trump yngri, sonar forsetans. Hún sagði einnig að Demókratar vildu gera Bandaríkjamenn að þrælum hugsjóna þeirra og að Bandaríkjamenn myndu hvorki þekkja landið sitt né sjálfa sig. Fundurinn hófst á gagnrýni á hendur Demókrötum og var flokkurinn sagður í höndum vinstri sinnaðra róttæklinga. Þá var Trump sjálfur lofaður fyrir stjórn sína í Bandaríkjunum og jafnvel meðhöndlun hans á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem hefur leitt minnst 177 þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Trump sjálfur hélt um klukkustundarlanga ræðu, eins og hann ætlar að gera öll kvöld fundarins, þar sem hann fór með ýmis ósannindi. Meðal annars kvartaði hann yfir kosningasvikum, sem hann hefur aldrei getað sýnt fram á að eigi sér stað, og sakaði Demókrata um að ætla að stela kosningunum. Það ætli þeir að gera með njósnum, eins og þeir eigi að hafa gert í síðustu kosningum. Það er eitthvað sem Trump hefur ítrekað haldið ranglega fram. Fyrir fundinn höfðu forsvarsmenn Repúblikanaflokksins sagt að þema hans væri „Land tækifæra“ og hann ætti að vera á mun jákvæðari nótum en landsfundur Demókrataflokksins í síðustu viku. Mesta jákvæðni fundarins beindist þó að forsetanum sjálfum þar sem ræðumenn, sem margir hverjir tilheyra fjölskyldu forsetans, skiptust á að ausa hann lofi, inn á milli þess sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna menningarstríðs á heimsvísu. Charlie Kirk, íhaldssamur aðgerðasinni, sagði Trump vera „lífvörð vestrænnar siðmenningar“. Demókratar vildu rústa Bandaríkjunum og þar með heiminum. Matt Gaetz, þingmaður frá Flórída og harður stuðningsmaður Trump, sagði Demókrata vilja afvopna Bandaríkjamenn, tæma fangelsin, læsa fólk á heimilum sínum og bjóða MS-13, sem er glæpagengi með rætur í Suður-Ameríku, að búa í næsta húsi. Fjársvelt lögregla myndi ekki koma til bjargar. Bandaríkin ekki rasísk Nikky Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði það vera í tísku meðal Demókrata að segja Bandaríkin vera rasísk. Það væri lygi og notaði hún eigin líf til að halda því fram að Bandaríkin væru ekki rasísk. Nikky Haley gagnrýndi svokallaða „Cancel Culture“ harðlega. Hún sagði Trump gera sér grein fyrir því að þetta fyrirbæri og pólitískur rétttrúnaður væru hættuleg. Trump sjálfur hefur þó ítrekað reynt að „cancela“ fyrirtæki og einstaklinga. Nú síðast bandaríska dekkjafyrirtækið Goodyear. Eftir að fregnir bárust af því að forsvarsmenn fyrirtækisins meinuðu starfsmönnum að klæðast pólitískum klæðnaði en leyfðu klæðnað til stuðnings Black Lives Matter hreyfingunnni og LGBTQ-fólki. Það fannst Trump óásættanlegt og kallaði hann eftir því að stuðningsmenn sýnir hættu viðskiptum við fyrirtækið og hótaði að láta taka öll dekk Goodyear undan limmósíum forsetaembættisins. Don’t buy GOODYEAR TIRES - They announced a BAN ON MAGA HATS. Get better tires for far less! (This is what the Radical Left Democrats do. Two can play the same game, and we have to start playing it now!).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Á eftir Haley, tók Trump yngri til máls. Bæði eru þau talin stefna á forsetaframboð 2024 og ýttu ræður þeirra beggja undir þær vangaveltur. Elsti sonur forsetans varði einnig miklu púðri í að tala gegn „cancel culture“ og sagði Demókrata fara gegn grunngildum Bandaríkjanna og vinna eingöngu í þágu hinna ríku og valdamiklu. Hann sakaði Joe Biden einnig um spillingu og sagði hann vilja opna landamæri Bandaríkjanna fyrir ólöglegum innflytjendum, sem myndu taka störfin af Bandaríkjamönnum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. Fundurinn varpaði einnig ljósi á komandi kosningabaráttu, og mögulega baráttuna 2024, þar sem Repúblikanar vörðu miklu púðri í að gagnrýna Demókrata og halda því fram að allt fari til fjandans vinni Joe Biden kosningarnar. Fundurinn átti að vera á jákvæðum nótum en jákvæðninni virtist hafa verið kastað fyrir borð tiltölulega fljótt. „Trump sýningin“ eins og fundurinn hefur verið kallaður, snerist að mestu um að lofa Trump og varpa fram alls konar ásökunum gegn Demókrötum. „Þau vilja rústa þessu landi og öllu því sem við höfum barist fyrir. Þau vilja stela lýðræði ykkar, frelsi ykkar. Þau vilja stjórna því sem þið sjáið og trúið, svo þau geti stjórnað lífum ykkar,“ sagði Kimberly Guilfoyle, sem starfar innan framboðs Trump og er kærasta Donald Trump yngri, sonar forsetans. Hún sagði einnig að Demókratar vildu gera Bandaríkjamenn að þrælum hugsjóna þeirra og að Bandaríkjamenn myndu hvorki þekkja landið sitt né sjálfa sig. Fundurinn hófst á gagnrýni á hendur Demókrötum og var flokkurinn sagður í höndum vinstri sinnaðra róttæklinga. Þá var Trump sjálfur lofaður fyrir stjórn sína í Bandaríkjunum og jafnvel meðhöndlun hans á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem hefur leitt minnst 177 þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Trump sjálfur hélt um klukkustundarlanga ræðu, eins og hann ætlar að gera öll kvöld fundarins, þar sem hann fór með ýmis ósannindi. Meðal annars kvartaði hann yfir kosningasvikum, sem hann hefur aldrei getað sýnt fram á að eigi sér stað, og sakaði Demókrata um að ætla að stela kosningunum. Það ætli þeir að gera með njósnum, eins og þeir eigi að hafa gert í síðustu kosningum. Það er eitthvað sem Trump hefur ítrekað haldið ranglega fram. Fyrir fundinn höfðu forsvarsmenn Repúblikanaflokksins sagt að þema hans væri „Land tækifæra“ og hann ætti að vera á mun jákvæðari nótum en landsfundur Demókrataflokksins í síðustu viku. Mesta jákvæðni fundarins beindist þó að forsetanum sjálfum þar sem ræðumenn, sem margir hverjir tilheyra fjölskyldu forsetans, skiptust á að ausa hann lofi, inn á milli þess sem þau lýstu yfir áhyggjum vegna menningarstríðs á heimsvísu. Charlie Kirk, íhaldssamur aðgerðasinni, sagði Trump vera „lífvörð vestrænnar siðmenningar“. Demókratar vildu rústa Bandaríkjunum og þar með heiminum. Matt Gaetz, þingmaður frá Flórída og harður stuðningsmaður Trump, sagði Demókrata vilja afvopna Bandaríkjamenn, tæma fangelsin, læsa fólk á heimilum sínum og bjóða MS-13, sem er glæpagengi með rætur í Suður-Ameríku, að búa í næsta húsi. Fjársvelt lögregla myndi ekki koma til bjargar. Bandaríkin ekki rasísk Nikky Haley, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, sagði það vera í tísku meðal Demókrata að segja Bandaríkin vera rasísk. Það væri lygi og notaði hún eigin líf til að halda því fram að Bandaríkin væru ekki rasísk. Nikky Haley gagnrýndi svokallaða „Cancel Culture“ harðlega. Hún sagði Trump gera sér grein fyrir því að þetta fyrirbæri og pólitískur rétttrúnaður væru hættuleg. Trump sjálfur hefur þó ítrekað reynt að „cancela“ fyrirtæki og einstaklinga. Nú síðast bandaríska dekkjafyrirtækið Goodyear. Eftir að fregnir bárust af því að forsvarsmenn fyrirtækisins meinuðu starfsmönnum að klæðast pólitískum klæðnaði en leyfðu klæðnað til stuðnings Black Lives Matter hreyfingunnni og LGBTQ-fólki. Það fannst Trump óásættanlegt og kallaði hann eftir því að stuðningsmenn sýnir hættu viðskiptum við fyrirtækið og hótaði að láta taka öll dekk Goodyear undan limmósíum forsetaembættisins. Don’t buy GOODYEAR TIRES - They announced a BAN ON MAGA HATS. Get better tires for far less! (This is what the Radical Left Democrats do. Two can play the same game, and we have to start playing it now!).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 19, 2020 Á eftir Haley, tók Trump yngri til máls. Bæði eru þau talin stefna á forsetaframboð 2024 og ýttu ræður þeirra beggja undir þær vangaveltur. Elsti sonur forsetans varði einnig miklu púðri í að tala gegn „cancel culture“ og sagði Demókrata fara gegn grunngildum Bandaríkjanna og vinna eingöngu í þágu hinna ríku og valdamiklu. Hann sakaði Joe Biden einnig um spillingu og sagði hann vilja opna landamæri Bandaríkjanna fyrir ólöglegum innflytjendum, sem myndu taka störfin af Bandaríkjamönnum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira