Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún var gestur í Bítinu í morgun. Vísir/Egill „Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi. Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
„Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi.
Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira