Southgate valdi Maguire í hópinn sem kemur til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:40 Maguire kemur með Kane og Rashford til Íslands. Mike Hewitt/Getty Images Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00
Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30
Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00