Southgate valdi Maguire í hópinn sem kemur til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:40 Maguire kemur með Kane og Rashford til Íslands. Mike Hewitt/Getty Images Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00
Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30
Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00