Sport

Dag­skráin í dag: Ögur­stund hjá Söru, Pepsi Max leikir og stúkan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara í átta liða úrslitunum.
Sara í átta liða úrslitunum. vísir/getty

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls eru fimm beinar útsendingar á dagskránni í dag.

Frestaður leikur KR og Vals í Pepsi Max deild karla verður spilaður á Meistaravöllum en leikar hefjast klukkan 17.00.

Valsmenn eru á toppi deildarinnar en Íslandsmeistararnir reyna að elta Valsmenn á toppnum.

Klukkan 17.50 hefst útsending frá undanúrslitaleik PSG og Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna.

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon freista þess að hafa betur gegn hinu franska liðinu.

Liðin mættust á dögunum í bikarnum og þá hafði Lyon betur eftir vítaspyrnukeppni en leikið verður á Spáni í dag.

Mótherjarnir í úrslitaleiknum verða fyrrum liðsfélagar Söru í Wolfsburg sem höfðu betur gegn Barcelona í gærkvöldi.

Stjarnan og KA mætast einnig klukkan 18.00 og rúmlega klukkutíma síðar mætast HK og Grótta í þriðja leik dagsins í Pepsi Max deild karla.

Guðmundur Bendiktsson og félagar ætla svo að gera upp 14. umferðina í Stúkunni en flautað verður til leiks klukkan 21.15.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér sem og dagskránna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×