Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Lionel Messi faðmar Pep Guardiola í einum af lokaleikjum þeirra saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Handbolti Fleiri fréttir Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Sjá meira
Lionel Messi vill komast frá Barcelona og það er margt sem bendir til þess að leið hans gæti legið norður til Manchester borgar til að spila með liði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur fylgst mjög vel með máli Lionel Messi og slær því upp að Lionel Messi hafi talað við Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, í síma í síðustu viku. Messi kom mjög mörgum á óvart með því að láta Barcelona vita af því í gær að hann vildi komast frá félaginu þrátt fyrir að vera með samning til ársins 2021. Guardiola and Messi spoke on the phone last week to discuss the possibility of Messi making a move to Man City this summer, sources have told @moillorens and @RodrigoFaez. https://t.co/yvKZmkIGEz— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2020 Svar Barcelona var að biðja Messi um að vera áfram hjá félaginu þar sem hann hefur spilað undanfarin tuttugu ár, fyrst með yngri liðum félagsins og svo sem lykilmaður aðalliðsins í fimmtán ár. ESPN hafði áður sagt frá því að Manchester City væri að finna það út hvort félagið gæti samið við Lionel Messi án þess að brjóta rekstrarreglur UEFA. Manchester City hefur hingað til álitið slíkt ómögulegt en eftir umrætt símtal Messi og Guardiola þá er meiri bjartsýni á að þetta gæti orðið að veruleika. .@ManCity. @Inter. @PSG_insideWhere will Messi be taking his talents? pic.twitter.com/QMiukp2Czm— ESPN (@espn) August 26, 2020 Lionel Messi varð 33 ára gamall í sumar en hann hefur unnið allt í boði með Barcelona og slegið öll helstu met félagsins. Messi skoraði 31 mark í öllum keppnum á tímabilinu og var bæði með 25 mörk og 21 stoðsendingu í deildinni. Það kom þó ekki í veg fyrir að liðið færi titlalaust í gegnum tímabilið. Áfallið kom þó í lokaleik tímabilsins þegar Barcelona tapaði 8-2 á móti verðandi Evrópumeisturum Bayern München og þar sem Lionel Messi leit út eins og niðurbrotinn maður. Where to next for Lionel Messi? pic.twitter.com/MYchvNfnMA— Match of the Day (@BBCMOTD) August 26, 2020 Það eru auðvitað mörg félög sem vilja fá Lionel Messi til sín en hér skipti örugglega miklu máli hversu vel hann þekkir Pep Guardiola frá tíma þeirra saman hjá Barcelona og hversu fjársterkt félag Manchester City er. Það eru því mestar líkur á því að við sjáum Lionel Messi í búningi Manchester City á komandi tímabili fari hann yfir höfuð frá Barcelona.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Handbolti Fleiri fréttir Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Sjá meira