Morris neitar því að hafa reynt að meiða Luka Doncic í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Það er erfitt að stoppa Luka Doncic en vonandi var leikmaður Los Angeles Clippers ekki að reyna að meiða hann viljandi í nótt. AP/Ashley Landis Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020 NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum