Átta fyrstu kvikmyndaperlurnar á RIFF kynntar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 07:00 Kvikmyndin Get the hell out er sýnd á RIFF í ár. Brot af því besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður til sýnis á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem sett verður í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Áhersla verður á evrópska kvikmyndagerð í tilefni EFA verðlauna sem afhent verða á Íslandi í desember. Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hausthátíðunum sem fara fram í byrjun september svo sem Feneyjum, Toronto og San Sebastian, því er um Norðurlanda- og Evrópufrumsýningar að ræða. Dagskráin verður kynnt á komandi dögum en hér eru kynntar til leiks átta myndir sem sýna breiddina í dagskránni; glæpa-og hryllingsmyndir í bland við drama og gaman og heimildarmyndir af bestu gerð. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is, svo allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt. Fyrstu átta myndirnar sem við kynnum eru 200 Metrar/200 Metres, Hunskastu út/Get the Hell Out, Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring, Við stjórnvölinn/A L´abordage, Fröken Marx/Miss Marx, André og ólífutréð/André and His Olive Tree, Punta Sacra og Aalto. Punta Sacra er sýnd á RIFF í ár.Mynd/IMDB Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norrænahúsinu í samræmi við gildandi reglur um samkomur. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Myndirnar verða sýndar með Festival Scope og Shift72, sama vefviðmóti og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. Tilhögun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt þegar nær dregur hátíðinni á Vísi, á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum. 200 Metrar/200 Metres Mynd/IMDB Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátí í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto kvikmyndahátíðinni einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Við stjórnvölinn/A L´abordage Gamanmynd úr smiðju leikstjórans Guillaume Brac sem var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur , þar sem hún hlaut verðlaun FIPRESCI alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda. Myndin segir af Félix sem verður ástfangin af Ölmu á hlýju sumarkvöldi í París. Þegar Alma þarf að stökkva upp í lest og halda til fjölskyldu sinnar í Suður Frakklandi ákveður hann að elta sálufélaga sinn. Í kjölfarið fer af stað grátbrosleg atburðarás þar sem margt úr fer skorðum og Alma virðist ekki sérlega ánægð með óvæntu heimsóknina. Fröken Marx/Miss Marx Kvikmynd í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli er segir af hinni frjálslegu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dóttur Karl Marx. Eleanor var í hópi þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman feminisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Myndin ermeðal þeirra kvikmynda er keppa til aðalverðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna Ljónið. André og ólífutréð/André and His Olive Tree Afar áhugaverð heimildarmynd taívanska leikstjórans Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga fyrsta taívanska Michelin stjörnukokksins André Chiang þar sem hann er að undirbúa lokun veitingastaðarins sem jafnframt var á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Fylgst er með þessum einstaka kokki; við kynnumst vinnubrögðum hans í eldhúsinu, stjórnunarstíl og fáum innsýn í samband hans við eiginkonu sína. Punta Sacra Varpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlega. Aalto Mögnuð heimildamynd um ástarsögu hinna þekktu, finnsku hönnuða og arkitekta Alvar og Aino Aalto auk þess sem fjallað er um verk þeirra á áhugaverðan máta. Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu og frásögnum samtíðarmanna þeirra hjóna og rannsakenda úr fremstu röðum á verkum þeirra. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Brot af því besta í alþjóðlegri kvikmyndagerð verður til sýnis á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem sett verður í 17. sinn þann 24. september næstkomandi. Áhersla verður á evrópska kvikmyndagerð í tilefni EFA verðlauna sem afhent verða á Íslandi í desember. Margar myndir koma til Íslands beint frá stóru hausthátíðunum sem fara fram í byrjun september svo sem Feneyjum, Toronto og San Sebastian, því er um Norðurlanda- og Evrópufrumsýningar að ræða. Dagskráin verður kynnt á komandi dögum en hér eru kynntar til leiks átta myndir sem sýna breiddina í dagskránni; glæpa-og hryllingsmyndir í bland við drama og gaman og heimildarmyndir af bestu gerð. Myndirnar verða sýndar á vefnum riff.is, svo allir landsmenn geta nú notið dagskrár og aðrir sem ekki eiga heimangengt. Fyrstu átta myndirnar sem við kynnum eru 200 Metrar/200 Metres, Hunskastu út/Get the Hell Out, Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring, Við stjórnvölinn/A L´abordage, Fröken Marx/Miss Marx, André og ólífutréð/André and His Olive Tree, Punta Sacra og Aalto. Punta Sacra er sýnd á RIFF í ár.Mynd/IMDB Úrval mynda verður jafnframt sýnt í Bíó Paradís og Norrænahúsinu í samræmi við gildandi reglur um samkomur. RIFF verður með veglega dagskrá þá 11 daga sem hátíðin stendur yfir en mun jafnframt standa fyrir kvikmyndasýningum í október og nóvember. Þær sýningar eru hugsaðar sem brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna EFA sem til stendur að veita hér á landi í desember. Myndirnar verða sýndar með Festival Scope og Shift72, sama vefviðmóti og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. CPH PIX, Midnight Sun í Finnlandi, Galway Film Fleath og Locarno Film Festival í Sviss. Tilhögun sýninga og miðasala á hátíðina verður kynnt þegar nær dregur hátíðinni á Vísi, á heimasíðu RIFF og samfélagsmiðlum. 200 Metrar/200 Metres Mynd/IMDB Beina leið frá heimsfrumsýningu á Feneyjarhátíðínni, elstu og einni virtustu hátí í heimi mun RIFF sýna kvikmynd palestínska handritahöfundarins og leikstjórans Ameen Nayfeh 200 metrar. Í myndinni segir frá átakanlegu ferðlagi hins palestínska Mustafa, sem býr á vinstri bakkanum, við að sameinast syni sínum sem liggur á sjúkrahúsi á hægri bakkanum. Aðeins 200 metra ferðalag verður að 200 km þrautagöngu þar sem smyglarar og aðrir vafasamir ferðalangar verða á vegi föðursins. Snilldarverk sem beðið hefur verið eftir. Hunskastu út/Get the Hell Out Hunskastu út kemur hingað frá heimsfrumsýningu á Toronto kvikmyndahátíðinni einni stærstu hátíð í heimi en þetta fyrsta kvikmynd leikstjórans Wang I-Fan í fullri lengd. Hér er á ferðinni alvöru hryllingsmynd í anda Covid19 um mann sem reynist sá eini á vinnustað sínum sem er ónæmur fyrir banvænum vírus er breytir fólki í uppvakninga. Síðustu vordagarnir/Last Days of Spring Kvikmyndir leikstjórans Isabel Lamberti eru á mörkum heimildamynda og leikinna mynda. Nýjasta kvikmynd hennar, Síðustu Vordagarnir, verður frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni á Spáni sem er afar virt hátíð um miðjan september. Í myndinni er sögð saga fjölskyldu sem býr í hinu ólöglega La Cañada Real í Madríd og lifir lífi sínu í biðstöðu. Í myndinni er teflt saman raunverulegu umhverfi og fólki í anda heimildamynda en tvinnað saman söguþræði sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Við stjórnvölinn/A L´abordage Gamanmynd úr smiðju leikstjórans Guillaume Brac sem var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í vetur , þar sem hún hlaut verðlaun FIPRESCI alþjóðlegra samtaka kvikmyndagagnrýnenda. Myndin segir af Félix sem verður ástfangin af Ölmu á hlýju sumarkvöldi í París. Þegar Alma þarf að stökkva upp í lest og halda til fjölskyldu sinnar í Suður Frakklandi ákveður hann að elta sálufélaga sinn. Í kjölfarið fer af stað grátbrosleg atburðarás þar sem margt úr fer skorðum og Alma virðist ekki sérlega ánægð með óvæntu heimsóknina. Fröken Marx/Miss Marx Kvikmynd í leikstjórn Súsönnu Nicchiarelli er segir af hinni frjálslegu og ástríðufullu Eleanor Marx, yngstu dóttur Karl Marx. Eleanor var í hópi þeirra forystukvenna sem fyrst leiddu saman feminisma og sósíalisma og tók þátt í baráttu verkafólks, barðist fyrir auknum réttindum kvenna og afnámi barnaþrælkunar. Myndin ermeðal þeirra kvikmynda er keppa til aðalverðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Gullna Ljónið. André og ólífutréð/André and His Olive Tree Afar áhugaverð heimildarmynd taívanska leikstjórans Josiah Ng. Í myndinni er sögð saga fyrsta taívanska Michelin stjörnukokksins André Chiang þar sem hann er að undirbúa lokun veitingastaðarins sem jafnframt var á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi. Fylgst er með þessum einstaka kokki; við kynnumst vinnubrögðum hans í eldhúsinu, stjórnunarstíl og fáum innsýn í samband hans við eiginkonu sína. Punta Sacra Varpað er ljósi á hóp kvenna sem búa á jaðri samfélags sem er við að hverfa í úthverfi Rómar er kallast Punta Sacra. Myndin er í leikstjórn Francescu Mazzoleni og vann til verðlauna á svissnesku kvikmyndahátíðinni Visions du Réel nú nýlega. Aalto Mögnuð heimildamynd um ástarsögu hinna þekktu, finnsku hönnuða og arkitekta Alvar og Aino Aalto auk þess sem fjallað er um verk þeirra á áhugaverðan máta. Kvikmyndin er í leikstjórn Virpi Suutari og er byggð á viðamikilli heimildavinnu og frásögnum samtíðarmanna þeirra hjóna og rannsakenda úr fremstu röðum á verkum þeirra.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira