Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira