Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Frá vinstri: Gunnar Steinn Valgarðsson og Hrafn Þorri Þórisson, stofnendur Aldin. Vísir/Vilhelm „Vörur Aldin, þar með taldar þær sem við sköpuðum 2013, gera margt sem enginn hefur séð áður og vekur athygli. Meðstofnandi Oculus, sem er nú í eigu Facebook, fannst mikið til koma og hafði samband sem svo leiddi til formlegs samstarfs,“ segir Hrafn Þórisson framkvæmdastjóri Aldin aðspurður um það hvernig samstarf fyrirtækisins við tæknirisa eins og Facebook, Sony, Valve og fleiri kom til. Aldin var stofnað árið 2013 af þeim Hrafni Þórissyni og Gunnari Steini Valgarðssyni og hlaut nýverið styrk úr Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið fagnar nú þeim áfanga að hafa selt yfir hundrað þúsund eintök af sýndarveruleiknum Waltz of the Wizard: Extended Edition en það er útgáfa af sýndarveruleik sem Aldin gaf út í fyrra. Í Waltz of the Wizard öðlast notendur töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. En hvernig var að stofna nýsköpunarfyrirtæki eftir bankahrun? „Við komum okkur tveir af stað á eigin spýtur fyrstu tvö árin. Það var auðvitað áskorun að stofna fyrirtæki í fyrsta sinn, búa til fordæmislausar vörur og vinna á áhættusömum markaði,“ segir Hrafn og bætir við Við unnum mjög bókstaflega myrkranna á milli og gáfum út leikjafrumgerðir sem seldust nógu vel til að fjármagna skrifstofu og búnað. Þar eftir fengum við styrk frá Tækniþróunarsjóði og fyrstu fjárfestinguna.“ Árið 2016 fjárfesti félagið Investa í Aldin og við það settist Hilmar Gunnarsson í stjórn sem Hrafn segir að hafi verið afar dýrmætt fyrir félagið því með Hilmari kom reynsla, þekking og skilningur á þeim markaði sem Aldin er að sækja á. Þá bættist Crowberry Capital við sem hluthafi árið 2018 og situr Helga Valfells í stjórn félagsins fyrir þeirra hönd. „Hilmar hefur veitt okkur afar mikilvægan stuðning gegnum árin, og viðskiptareynsla Helgu kemur inn á mikilvægum tíma fyrir fyrirtæki á okkar stað“ segir Hrafn. Að sögn Hrafns skipti það miklu máli fyrir Aldan að fá fjárfesta til liðs við félagið sem væru meðvitaðir um að þróun vörunnar gæti tekið tíma og að samkeppni á markaði væri mikil. Til að skilja betur í hvaða umhverfi sýndarveruleiki er segir Hrafn ágætt að líkja þróun sýndarveruleika við það þegar Apple kynnti fyrstu Macintosh tölvurnar með innbyggðri mús. ,,Slíkar byltingarkenndar tæknir þurfa tíma til skjóta rótum áður en þær vaxa, nýlegt dæmi hvernig takkafarsímar sköpuðu mikilvægar undirstöður fyrst sem Apple gat svo byggt á til að gera snjallsíma að almenningsvöru,“ segir Hrafn. Hrafn segir aðkomu fjárfesta hafa skipt miklu máli því með þeim hafi reynslumikið fólk komið inn í stjórn.Vísir/Vilhelm Starfa með tæknirisum Samstarf Aldin við tæknirisa eins og Facebook, Valve og Sony felst í því að búa til efni fyrir sýndarveruleikabúnað. Tæknin sem Aldin hefur þróað hefur hlotið mikið lof fyrir nýsköpun allt frá upphafi. Til dæmis fékk fyrsta útgáfa Waltz of the Wizard hæstu einkunn í leikjaversluninni Steam og hélt því sæti allt þar til sýndarveruleikurinn Half-Life: Alyx kom út fyrr á þessu ári. Að sögn Hrafns var fyrsta útgáfan af Waltz of the Wizard þó ókeypis. „Við höfum gert vissar skammtímafórnir í þágu þess að standa sterkar seinna meir og grípa mun stærri tækifæri en þau sem sést hafa fram að þessu“ segir Hrafn. Þá segir hann það hálfgert einkenni fyrir Aldin í dag að ryðja nýjar brautir í efnisgerð fyrir sýndarveruleikaleiki sem höfðar mikið til almennings en frá fyrsta degi hefur verið lögð áhersla á alla nýsköpun. Styrkurinn sem Aldin hlaut nýverið frá Tækniþróunarsjóði nam fimmtíu milljónum króna og tilheyrði sjóðnum Vexti. Þá hefur Aldin sótt um styrk í sjóðinn Sprett þar sem möguleiki er á allt að tuttugu milljónum króna í styrk til viðbótar. Á þessu ári og því næsta sér Hrafn fyrir sér fjölgun starfsfólks enda ætlunin að stækka Waltz of the Wizard leikinn enn frekar. „Við lögðum snemma þá stefnu að ráða fáa en hæfileikaríka starfsmenn og stækka í takt við markaðinn. Lengst af vorum við þrír, þar sem Páll Arinbjarnar varð snemma fyrsti starfsmaðurinn, og í dag erum við fimm í fullu starfi, auk stjórnar og ráðgjafa,“ segir Hrafn og bætir við Á þessu ári erum við að bæta við okkur nokkrum starfsmönnum og sjáum svo fram á að verða tvöfalt fleiri á næsta ári.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Facebook Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
„Vörur Aldin, þar með taldar þær sem við sköpuðum 2013, gera margt sem enginn hefur séð áður og vekur athygli. Meðstofnandi Oculus, sem er nú í eigu Facebook, fannst mikið til koma og hafði samband sem svo leiddi til formlegs samstarfs,“ segir Hrafn Þórisson framkvæmdastjóri Aldin aðspurður um það hvernig samstarf fyrirtækisins við tæknirisa eins og Facebook, Sony, Valve og fleiri kom til. Aldin var stofnað árið 2013 af þeim Hrafni Þórissyni og Gunnari Steini Valgarðssyni og hlaut nýverið styrk úr Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið fagnar nú þeim áfanga að hafa selt yfir hundrað þúsund eintök af sýndarveruleiknum Waltz of the Wizard: Extended Edition en það er útgáfa af sýndarveruleik sem Aldin gaf út í fyrra. Í Waltz of the Wizard öðlast notendur töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. En hvernig var að stofna nýsköpunarfyrirtæki eftir bankahrun? „Við komum okkur tveir af stað á eigin spýtur fyrstu tvö árin. Það var auðvitað áskorun að stofna fyrirtæki í fyrsta sinn, búa til fordæmislausar vörur og vinna á áhættusömum markaði,“ segir Hrafn og bætir við Við unnum mjög bókstaflega myrkranna á milli og gáfum út leikjafrumgerðir sem seldust nógu vel til að fjármagna skrifstofu og búnað. Þar eftir fengum við styrk frá Tækniþróunarsjóði og fyrstu fjárfestinguna.“ Árið 2016 fjárfesti félagið Investa í Aldin og við það settist Hilmar Gunnarsson í stjórn sem Hrafn segir að hafi verið afar dýrmætt fyrir félagið því með Hilmari kom reynsla, þekking og skilningur á þeim markaði sem Aldin er að sækja á. Þá bættist Crowberry Capital við sem hluthafi árið 2018 og situr Helga Valfells í stjórn félagsins fyrir þeirra hönd. „Hilmar hefur veitt okkur afar mikilvægan stuðning gegnum árin, og viðskiptareynsla Helgu kemur inn á mikilvægum tíma fyrir fyrirtæki á okkar stað“ segir Hrafn. Að sögn Hrafns skipti það miklu máli fyrir Aldan að fá fjárfesta til liðs við félagið sem væru meðvitaðir um að þróun vörunnar gæti tekið tíma og að samkeppni á markaði væri mikil. Til að skilja betur í hvaða umhverfi sýndarveruleiki er segir Hrafn ágætt að líkja þróun sýndarveruleika við það þegar Apple kynnti fyrstu Macintosh tölvurnar með innbyggðri mús. ,,Slíkar byltingarkenndar tæknir þurfa tíma til skjóta rótum áður en þær vaxa, nýlegt dæmi hvernig takkafarsímar sköpuðu mikilvægar undirstöður fyrst sem Apple gat svo byggt á til að gera snjallsíma að almenningsvöru,“ segir Hrafn. Hrafn segir aðkomu fjárfesta hafa skipt miklu máli því með þeim hafi reynslumikið fólk komið inn í stjórn.Vísir/Vilhelm Starfa með tæknirisum Samstarf Aldin við tæknirisa eins og Facebook, Valve og Sony felst í því að búa til efni fyrir sýndarveruleikabúnað. Tæknin sem Aldin hefur þróað hefur hlotið mikið lof fyrir nýsköpun allt frá upphafi. Til dæmis fékk fyrsta útgáfa Waltz of the Wizard hæstu einkunn í leikjaversluninni Steam og hélt því sæti allt þar til sýndarveruleikurinn Half-Life: Alyx kom út fyrr á þessu ári. Að sögn Hrafns var fyrsta útgáfan af Waltz of the Wizard þó ókeypis. „Við höfum gert vissar skammtímafórnir í þágu þess að standa sterkar seinna meir og grípa mun stærri tækifæri en þau sem sést hafa fram að þessu“ segir Hrafn. Þá segir hann það hálfgert einkenni fyrir Aldin í dag að ryðja nýjar brautir í efnisgerð fyrir sýndarveruleikaleiki sem höfðar mikið til almennings en frá fyrsta degi hefur verið lögð áhersla á alla nýsköpun. Styrkurinn sem Aldin hlaut nýverið frá Tækniþróunarsjóði nam fimmtíu milljónum króna og tilheyrði sjóðnum Vexti. Þá hefur Aldin sótt um styrk í sjóðinn Sprett þar sem möguleiki er á allt að tuttugu milljónum króna í styrk til viðbótar. Á þessu ári og því næsta sér Hrafn fyrir sér fjölgun starfsfólks enda ætlunin að stækka Waltz of the Wizard leikinn enn frekar. „Við lögðum snemma þá stefnu að ráða fáa en hæfileikaríka starfsmenn og stækka í takt við markaðinn. Lengst af vorum við þrír, þar sem Páll Arinbjarnar varð snemma fyrsti starfsmaðurinn, og í dag erum við fimm í fullu starfi, auk stjórnar og ráðgjafa,“ segir Hrafn og bætir við Á þessu ári erum við að bæta við okkur nokkrum starfsmönnum og sjáum svo fram á að verða tvöfalt fleiri á næsta ári.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Facebook Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira