Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Eldflaugar af gerðinni DF-21D eru sérhannaðar til að granda flugmóðurskipum. Slíkum eldflaugum var skotið í Suður-Kínahaf í gær. AP/Andy Wong Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20