Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fjöldi sjálfsvíga það sem af er þessu ári er farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakanna í ár en á sama tíma í fyrra.  Sumarið hefur verið þungt.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður sagt frá því að kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 

Við segjum frá því helsta sem kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar, frá niðurstöðum lögreglu vegna brunans á Bræðraborgarstíg og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi og förum yfir daginn þar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×