Fótbolti

Eiður Smári: Við erum í hálf at­vinnu­­mennsku og þar lá munurinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Eiður Smári er annar þjálfari FH.
Eiður Smári er annar þjálfari FH. vísir/skjáskot

Eiður Smári Guðjohnsen, annar þjálfari FH, var svekktur með 2-0 tapið gegn Dunajska Strada í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikið var í Kaplakrika.

„Það er mjög svekkjandi að tapa, við vorum of varkárir í fyrri hálfleik þar sem við leyfðum þeim að þvinga okkur á okkar vallarhelming. Munurinn á atvinnumennsku og hálf atvinnumennsku sem við erum í á Íslandi í dag,” sagði Eiður Smári í leikslok.

FH átti góða kafla í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu vel úr vörninni og færðu sig þar framar á völlinn

„Við eyddum of miklri orku í að elta boltann, við vissum að þetta væri mjög vel skipulagt lið þar sem þeir voru óhræddir, bakverðirnir þeirra fóru hátt uppá völlinn þar eru þeir með marga leikna spilara og náðum við aldrei taki á sóknarleiknum þar sem við vorum oft seinir í báðar áttir.”

Eiður var svekktur með annað markið sem liðið fékk á sig því fyrir það var liðið að eiga sinn besta kafla í leiknum en hraðinn í liðinu og ákefðin er það sem þarf að skoða eftir svona leik.

Eiður vildi ekki tjá sig um þau mál að félagslið megi setja fótinn fyrir dyrnar hjá þeim leikmönnum sem eiga að fara í landsliðs verkefni núna á næstunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×