Sagðir ætla að bjóða Barcelona þrjá leikmenn og metfé fyrir Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:00 Lionel Messi er einn besti fótboltamaður sögunnar og verður mögulega dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Manchester City ætlar að gera allt til þess að fá Lionel Messi í City búninginn fyrir komandi tímabil ef marka má nýjustu fréttir frá Etihad leikvanginum. Lionel Messi telur sjálfur að hann sé með uppsagnarákvæði í samningnum sínum sem gefi honum tækifæri á því að fara frítt en það lítur út fyrir að Manchester City vilji fara aðra leið. Uppsagnarákvæðið rann út í sumar en þar sem keppnistímabilið var framlengt inn í ágúst þá taldi Messi að ákvæðið væri í gildi þegar hann tilkynnti Barcelona á þriðjudaginn að hann væri á förum. Forráðamenn Manchester City virðast aftur á móti ekki vera eins sannfærðir því félagið ætlar núna að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona. Man City 'are ready to offer £89.5m PLUS three players' in deal to land Lionel Messi https://t.co/bmJEtY1CBJ— MailOnline Sport (@MailSport) August 28, 2020 Daily Mail slær því upp að Manchester City ætli að bjóða Barcelona 89,5 milljónir punda og þrjá leikmenn í skiptum fyrir Lionel Messi sem er ekki slæmt tilboð fyrir 33 ára gamlan mann. En er það nógu gott fyrir Lionel Messi. Messi yrði þá langdýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester City en þann titil á í dag Rodri sem City keypti frá Atlético Madrid fyrir 63,6 milljónir punda árið 2019. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bernardo Silva, Gabriel Jesus og Eric Garcia eða kantmaður, framherji og miðvörður. Eric Garcia er bara 19 ára gamall og Gabriel Jesus er bara 23 ára. Bernardo Silva er aftur á móti 26 ára. Bernardo Silva kostaði City 43 milljónir punda á sínum tíma og félagið fékk Gabriel Jesus fyrir 27 milljónir punda. Allar fréttir frá mönnum sem þekkja vel til hjá Lionel Messi eru um það að leikmaðurinn vilji fara til Pep Guardiola í Manchester City. They made 125 appearances and scored 31 goals for City this season - but it's surely worth it for the GOAT https://t.co/EJaXbIq326— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 27, 2020 Þar er því hálfur sigur í höfn hjá Manchester City en það er ekkert grín að kaupa mann sem kostar 700 milljónir evra að kaupa út úr samningi. Það var mikið áfall fyrir Barcelona þegar félagið fékk þessa sendingu frá Lionel Messi og enn ein martröðin fyrir félagið á árinu 2020. Hvort að Barcelona sé tilbúið að gefa upp vonina á að halda Messi og tilbúið að reyna að fá eitthvað fyrir hann verður að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira