Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 09:09 Anders Tegnell sóttvarnalæknir á fréttamannafundi í maí. epa/HENRIK MONTGOMERY Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. Eldra fólk er þó viðkvæmasti hópurinn fyrir Covid-19 og þyrfti mest á slíkri vörn að halda. Tegnell segir í samtali við Aftonbladet að þróun bóluefnis hafi til þessa ekki tekið mið af aldri fólks og því sé ekki hægt að fullyrða að það komi til með að hafa sömu áhrif á alla. Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu bentu einnig á það í vikunni að holdafar fólks kunni að hafa áhrif á virkni bóluefnisins. Því þurfi lyfjafyrirtæki að taka bæði mið af aldri og holdafari við þróun á bólefnum. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. Þróunarferli bandaríska fyrirtækisins Moderna er komið á svonefnt þriðja stig og hyggst það prófa framleiðslu sína á 30 þúsund einstaklingum yfir þriggja mánaða tímabil nú í haust. Samkvæmt því sem Tegnell segir hafa rannsóknir til þessa ekki sérstaklega beinst að eldra fólki, sem telst einn viðkvæmasti hópurinn. Það hafi sýnt sig að áhrif annarra bóluefna geti verið minna í þessum hópi, þar sem ónæmiskerfið sé oft farið að veikjast, og því telur hann mikilvægt að sjónum sé sérstaklega beint að honum. Á þessum tímapunkti segir Tegnell óvissuna mikla, en er þó sannfærður um að eldra fólk mun samt sem áður njóta góðs af bóluefni þegar það liggur fyrir. Fyrirfram sé þó ekki hægt að leggja fram óskeikula áætlun um hver sé besta stefnan í notkun bóluefnis. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. Eldra fólk er þó viðkvæmasti hópurinn fyrir Covid-19 og þyrfti mest á slíkri vörn að halda. Tegnell segir í samtali við Aftonbladet að þróun bóluefnis hafi til þessa ekki tekið mið af aldri fólks og því sé ekki hægt að fullyrða að það komi til með að hafa sömu áhrif á alla. Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu bentu einnig á það í vikunni að holdafar fólks kunni að hafa áhrif á virkni bóluefnisins. Því þurfi lyfjafyrirtæki að taka bæði mið af aldri og holdafari við þróun á bólefnum. Lyfjafyrirtæki keppast nú við að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. Þróunarferli bandaríska fyrirtækisins Moderna er komið á svonefnt þriðja stig og hyggst það prófa framleiðslu sína á 30 þúsund einstaklingum yfir þriggja mánaða tímabil nú í haust. Samkvæmt því sem Tegnell segir hafa rannsóknir til þessa ekki sérstaklega beinst að eldra fólki, sem telst einn viðkvæmasti hópurinn. Það hafi sýnt sig að áhrif annarra bóluefna geti verið minna í þessum hópi, þar sem ónæmiskerfið sé oft farið að veikjast, og því telur hann mikilvægt að sjónum sé sérstaklega beint að honum. Á þessum tímapunkti segir Tegnell óvissuna mikla, en er þó sannfærður um að eldra fólk mun samt sem áður njóta góðs af bóluefni þegar það liggur fyrir. Fyrirfram sé þó ekki hægt að leggja fram óskeikula áætlun um hver sé besta stefnan í notkun bóluefnis.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05
Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27