Innlent

Þrír ökumenn grunaðir um fíkniefnaakstur

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað þrjá ökumenn undanfarna daga þar sem grunur leikur á um fíkniefnaakstur. Einn hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi. 
Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað þrjá ökumenn undanfarna daga þar sem grunur leikur á um fíkniefnaakstur. Einn hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni í morgun vegna gruns um fíkniefnaakstur. Ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum með dómi, en þetta var í fjórða sinn sem lögregla þurfti að hafa afskipti af honum eftir að hann var sviptur ökuréttindunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 

Annar ökumaður var einnig stöðvaður eftir að hafa ekið á 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund. Viðkomandi var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og játaði hann sök.

Í fyrrinótt þurfti lögregla að taka ökumann úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá játaði einnig að hafa neytt fíkniefna, en hann hafði ekið á 100 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 70 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×