Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 13:15 Landliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu á móti Englandi og Belgíu. EPA/MIGUEL A. LOPES Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira