Fjöldi salmonellusmita í íslenskum kjúklingabúum setji háa tolla í annað ljós Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 14:00 Ólafur Stephensen. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að á síðustu tólf mánuðum hafi Matvælastofnun tilkynnt níu sinnum um grun um salmonellu í kjúklingi. Á sama tímabili barst ein slík tilkynning frá matvælastofnuninni í Danmörku og er framleiðslan þó miklu meiri þar í landi. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun staðfesti að innköllunum á kjúklingakjöti vegna gruns á salmonellu hafi fjölgað frá síðasta ári. Framkvæmdastjóri Matfugls sagði meira en tíu ár síðan sojamjöl hafi borist til landsins sem valdi sýkingu og enn sé verið að glíma við afleiðingar þess. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta sýna mun stærra vandamál hér á landi en í Danmörku. „Þetta setur umræðuna um matvælaöryggi í annað ljós en hún hefur oft verið í. Því hefur gjarnan verið haldið að okkur að íslenskar búvörur séu einstakar hvað varðar hreinleika og heilbrigði - og það réttlæti að settar séu hömlur á búvörur.“ Ólafur segir nær allan kjúkling sem fluttan er inn koma frá Danmörku. Innflytjendur velji danska kjúklinginn því Danmörk hafi náð góðum árangri í baráttunni við salmonellu. „Sá kjúklingur er vottaður salmonellufrír eftir sýnatökur þannig að áhætta manna að krækja sér í salmonellu er í raun miklu minni ef danskur kjúklingur er keyptur út í búð en íslenskur.“ Ólafur segir ágætt framboð af frosnum dönskum kjúklingi á markaði. „En það eru hins vegar of háir tollar á honum að okkar mati og ef hann væri ódýrari væri íslenski kjúklingurinn líklega ódýrari líka,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Kjúklingur innkallaður níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum Kjúklingakjöt var innkallað níu sinnum oftar vegna gruns um salmonellu hér á landi en í Danmörku á síðastliðnum tólf mánuðum. Þó búa sextán sinnum fleiri í Danmörku en á Íslandi. 27. ágúst 2020 19:30