Manchester City hefur útilokað að láta þrjá leikmenn fara í skiptum við Lionel Messi en þetta hafa enskir miðlar staðfest.
Slúður hafa gengið um að City myndi láta þá Bernardo Silva, Riyad Mahrez og Gabriel Jesus fara í skiptum við Argentínumanninn.
Það ku þó ekki vera rétt og hefur City staðfest að þessir þrír leikmenn séu ekki á leið frá félaginu en Börsungar hafa einnig verið orðaðir við aðra leikmenn City.
Eric Garcia og Angelino hafa verið orðaðir við Barcelona og gætu orðið leikmenn Börsunga fyrir lokun félagaskiptagluggans 5. október en það myndi ekki verða hluti af Messi samningnum.
Það er ljóst að það verður fróðlegt að fylgjast áfram með Messi sögunni miklu og hvort að hann skipti um lið.
Manchester City have ruled out letting first-team regulars Bernardo Silva, Riyad Mahrez and Gabriel Jesus leave in any exchange deal for Lionel Messi.
— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2020
More https://t.co/K0wcMYcFxh #ManCity #bbcfootball pic.twitter.com/QwjnQI3gxN