Umferðarslys varð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á þriðja tímanum í nótt þegar ekið var á karlmann á Hopp-rafhlaupahjóli. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki upplýsingar um slysið þegar blaðamaður hafði samband. Þá hefur ekki náðst í lögreglu það sem af er degi en engar upplýsingar voru um slysið í dagbók lögreglu.
Að sögn sjónarvotts missti maðurinn meðvitund en rankaði við sér áður en hann var fluttur af vettvangi. Einhverjar skemmdir urðu á bíl ökumannsins og var framrúðan brotin.