Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 19:00 Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum. Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa. Bæjaryfirvöld ætla að bregðast við aukinni þörf eftir fjárhagsaðstoð. Atvinnulíf Suðurnesja hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna kórónuveirufaraldursins. Ástandið var slæmt fyrir vegna falls WOW air. Í ágúst er áætlað að 17,3 prósent hafi verið án atvinnu á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ einum voru 19,4 prósent atvinnulaus í ágúst. 133 var sagt upp hjá Isavia á föstudag. Áður hafði 100 verið sagt upp í vor. „Og ég veit ekki hvort að öll kurl séu komin til grafar. Við erum alveg viðbúin því að staðan verði ennþá verri en þetta,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Velferðarsjóður Suðurnesja beinir nú fólki frá sem óskar eftir aðstoð vegna skólamáltíðar barna. Var ásóknin of mikil. Kjartan segir bæinn ætla að veita þeim fjárhagsaðstoð sem þurfa. „Við erum viðbúin því að þeim fjölgi verulega sem þurfa á henni að halda,“ segir Kjartan. Í vor veitti ríkisstjórnin 250 milljónum króna í 17 aðgerðir á Suðurnesjum vegna ástandsins á Suðurnesjum. Ráðherra segir meira þurfa til. „Það sem er auðvitað lykilatriði á Suðurnesjum eins og á Íslandi er að skapa ný störf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Þar nefnir Sigurður Ingi hugmyndir um byggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík sem gæti skapað 250 til 350 störf á næstu þremur árum. Er ætlunin þar að taka á móti og þjónusta stærstu fiskiskip landsins. Reykjaneshöfn, Reykjanesbær og Skipasmíðastöð Njarðvíkur undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í vikunni. „Þetta eru áhugaverðar hugmyndir sem er verið að skoða því þarna verða til ný störf og störf til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Þó hertar aðgerðir á landamærunum bitni harkalega á Suðurnesjunum segir Sigurður Ingi það hafa verið óhjákvæmilegt til að ná tökum á veirunni innanlands. „Það eru allir á sama báti í þeim verkefnum og um leið og við höfum náð tökum á því verðum við að vera tilbúin að fara í hina áttina eins og við gerðum svo vel í sumar,“ segir Sigurður Ingi og vísar þar til þess að þegar flugsamgöngur komast aftur í eðlilegt horf þá muni atvinnuhorfur batna hratt á Suðurnesjum.
Reykjanesbær Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira