Breytum til hins betra Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Sjá meira
Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun