Meiri áhætta að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 17:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir meiri áhættu að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29