Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 07:05 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir skuggalega menn stjórna Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata. Getty/Win McNamee Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00