Siðanefnd RÚV endurlífguð vegna kæru Samherja Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 17:06 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Reykjavík Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Endurskipað verður í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi kæru Samherja á hendur ellefu starfsmönnum RÚV. Skipunartími nefndarinnar rann út í fyrra. Þetta kemur fram í svari Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Siðanefnd RÚV var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur RÚV. Gunnar Ingi Jóhannsson var þá skipaður formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru Guðmundur Heiðar Frímannsson, aðalmaður fyrir hönd Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sigríður Árnadóttir, aðalmaður fyrir hönd Starfsmannasamstaka RÚV. Til vara voru skipaðir Grétar J. Guðmundsson og G. Pétur Matthíasson. „Endurskoðun siðareglna RÚV hefur staðið yfir frá síðasta ári og hefur því ekki verið endurskipað í nefndina. Í ljósi framkominnar kæru til siðanefndar hefur verið óskað eftir tilnefningum í nefndina og að þeim fengnum verður kæran send nefndinni til meðferðar,“ segir í svari Stefáns. Á starfstíma nefndarinnar hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni. Inntur eftir því hvort hægt sé að áætla hvenær endurskipun klárist, og þá hvenær kæran verði tekin til meðferðar, segir Stefán: „Vonandi fljótlega.“ Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur RÚV, sem kveða á um að fréttamenn taki ekki opinberlega afstöðu til umdeildra mála. Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Sigmar Guðmundsson dagskrárgerðarmaður, Snærós Sindradóttir verkefnastjóri og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Snærós Sindradóttir vísar því alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna RÚV sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. 1. september 2020 14:15
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01